Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefnar umhverfis- og auðlindamála dags. 23. september 2019 ásamt kæru dags. 19. september 2019 þar sem kærð er samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 21. ágúst 2019 og borgarráðs frá 29. ágúst 2019 og málsmeðferð Reykjavíkurborgar á breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 23 við Hagasel. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 25. október 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 27. febrúar 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 29. ágúst 2019 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis að því er varðar lóðina Hagasel 23.
Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 4. febrúar 2020 um að veita byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi undir búsetuúrræði velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Félagsbústaða hf. á lóðinni Hagasel 23, er felld úr gildi.