Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skrifstofu framkvæmda og viðhalds að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 42 við Funafold. Í breytingunni felst að stækka núverandi leikskóla í Funafold og gera þar sjö deilda leikskóla, stækka lóð leikskólans, fjölga bílastæðum, færa aðkomu að leikskólanum og færa til norðurs hjólastíg fyrir ofan núverandi lóðarmörk, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. október 2019. Tillagan var auglýst frá 21. nóvember 2019 til og með 6. janúar 2020. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Eyrún Einarsdóttir og Pétur Blöndal dags. 2. janúar 2020, Íbúaráð Grafarvogs dags. 4. janúar 2020, Jóhannes Sveinn Sveinsson og Kristín Birna B. Fossdal dags. 5. janúar 2020, Elsa Óskarsdóttir dags. 6. janúar 2020 og Berglind Smáradóttir dags. 6. janúar 2020. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd/umsögn frá Íbúaráði Grafarvogs dags. 31. janúar 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. febrúar 2020.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.