Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Helga Konráðs Thóroddsen dags. 1. október 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 58-60 við Snorrabraut.
Í breytingunni felst að kvöð um undirgöng er felld niður. Í stað hennar kemur kvöð um inndregna jarðhæð á horni til norðvesturs þar sem gönguleið verður að núverandi húsi og inngangi viðbyggingu. Byggingarreit 4. hæðar við þaksvalir er breytt lítillega og byggingarmagn ofanjarðar (A-rými) er minnkað um 50 fm. en byggingarmagn neðanjarðar er aukið um 250 fm. 300 m2 B-rými er bætt við. Meginfletir útveggja skulu vera sléttir eða steinaðir, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 1. október 2019 og síðast breytt 15. janúar 2020. Einnig er lagt fram minnisblað um úrgangslausnir dags. 9. janúar 2020.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.