Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Jóhanns Einars Jónssonar dags. 17. október 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Mógilsár og Kollafjarðar. Í breytingunni felst að byggingarreit A er hliðrað til vesturs vegna legu fornleifa á svæðinu, reitur Þ1 er stækkaður til vesturs svo að reitur A falli allur innan svæðisins eftir færsluna, heimilt byggingarmagn á reit A er aukið og skilmálum um leyfilega þjónustu breytt. Auk þess verða B-rými sem eru ekki inni í heildartölu byggingarmagns og bætt er við ákvæði um að leyfa gististarfsemi á svæðinu, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 10. október 2019. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla nr. 195.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.