Breiðholt 1, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 67
1. apríl, 2020
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skrifstofu framkvæmda og viðhalds varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 1. Í breytingunni felst að færa núv. grenndarstöð sem er á bílastæði samsíða Arnarbakka á núverandi snúningshaus við Leirubakka, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 6. janúar 2020. Tillagan var auglýst frá 30. janúar 2020 til og með 12. mars 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Ólafur Gylfason dags. 4. febrúar 2020, Helgi Kristófersson dags. 5. febrúar 2020, íbúaráð Breiðholts dags. 4. mars 2020 og Helgi Kristóferson dags. 12. mars 2020 ásamt undirskriftalista 60 aðila við Leirubakka. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. mars 2020. Synjað er um að breyta deiliskipulagi með vísun til niðurstöðu í umsögn skipulagsfulltrúa dag. 25. mars 2020.  Vísað til borgarráðs.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Flokkur fólksins fagnar því að hlustað hafi verið á rök íbúa og íbúaráðs Breiðholts varðandi fyrirhugaða færslu á grendarsvæði við Arnarbakka að horni á Leirubakka og Arnarbakka. Í umsögn íbúaráðsins kemur fram að tillagan hafi verið illa unnin og í henni hafi verið rangar upplýsingar varðandi staðhætti og þær breytingar á deiliskipulagi sem var fyrirhugað. Ljóst er að íbúar borgarinnar sem búa og/eða starfa á þeim svæðum sem til stendur að breyta hafa oft á tíðum lög að mæla. Því er það fagnaðarefni að tekið sé tillit til þeirra raka sem íbúar borgarinna leggja fram, eins og í þessu tilfelli. Ánægjulegt verður að sjá hvort framhald verði á.