Borgartúnsreitur Vestur 1.216, Guðrúnartún, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 69
29. apríl, 2020
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits Vestur 1.216 vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi: Guðrúnartún. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Í breytingunni felst að koma fyrir allt að 3 smáhýsum á nýrri lóð, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta dags. 28. október 2019, br. 22. apríl 2020. Tillagan var auglýst frá 7. janúar 2020 til og með 18. febrúar 2020. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/umsögn: Helga Ólafsdóttir dags. 9. janúar 2019 og Veitur dags. 18. febrúar 2020. Eftirtaldir sendu póst þar sem ekki eru gerðar athugasemdir: Birkir Fjalar Viðarsson dags. 24. janúar 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. apríl 2020.
Svar

Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. apríl 2020.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.