Reykjavíkurflugvöllur, breyting á deiliskipulagi
Reykjavíkurflugvöllur 1 (01.6)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 77
1. júlí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. júní 2020 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 16. júní 2020 á  breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Það var mat fulltrúa Flokks fólksins að fresta hefði átt byggingaráformum í nágrenni flugvallarins þar til hann fer úr Vatnsmýrinni, fari hann þ.e.a.s.,  enda verður þá allt annað umhverfi í boði. Vissulega liggur það ekki fyrir að hann fari en nokkuð er ljóst að hann verður á sínum stað næstu 15 árin samkvæmt því sem borgarstjóri hefur fullyrt. Fimmtán ár í sögu Reykjavíkur er brot af sögu borgarinnar og þessi 15 ár mega vel líða án stórframkvæmda. Hér er um stórt skipulagsmál að ræða. Fari flugvöllurinn býður svæðið upp á ólíka uppbyggingu en nú er stefnt að. Nú þarf allt skipulag að taka mið af flugvellinum og með því hefur möguleikum á annars konar byggðaþróun verið spillt. Fari flugvöllurinn eru sem dæmi ekki sömu takmarkanir á hæð bygginga eða öryggisgirðingar svo eitthvað sé nefnt.