Koparslétta 6-8, breyting á deiliskipulagi
Koparslétta 6 (04.533.8)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 67
1. apríl, 2020
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn VSÓ ráðgjafar ehf. dags. 27. nóvember 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi vegna lóðarinnar nr. 6-8 við Koparsléttu. Í breytingunni felst að heimilt er að starfrækja malbikunarstöð á lóðinni, samkvæmt uppdr. VSÓ ráðgjafar ehf. dags. 29. nóvember 2019. Tillagan var auglýst frá 20. janúar 2020 til og með 2. mars 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: PL ehf. , Þorbjörn Gíslason dags. 7. febrúar 2020, Jón Ágúst Stefánsson, Baldur Agnar Hlöðversson, Ásgeir Sigurðsson, Óskar Gunnlaugsson f.h. húsfélagsins Koparsléttu 10 dags. 15. febrúar 2020 og Óskar Gunnlaugsson dags. 1. mars 2020. Einnig er lagður fram tölvupóstur Umhverfisstofnunar dags. 17. febrúar 2020 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2020. Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Vísað til borgarráðs.
Svar

Pawel Bartoszek víkur af fundinum undir þessum lið.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Vegna athugasemda húsráðenda í nærliggjandi húsi telur Flokkur fólksins að hér sé um að ræða réttmæta gagnrýni. Um er að ræða að nýta Koparsléttu 6-8, Reykjavík, undir malblikunnarstöð. Þarna er skipulagt atvinnusvæði og þegar komnar nokkrar byggingar og atvinnustafsemi hafin. Oft mikill vindstrengur á svæðinu og þá getur mengun frá malbikunarstöðinni aukist sem og skapað hættu. Húsfélagið Koparslétta 10 er hins vegar ekki skilgreint sem atvinnuhúsnæði en eigendur að húsnæðinu nýta það sem geymslu og í ýmsa starfsemi. Hér er um málefnalega gagnrýni sem hlusta þarf á. Íbúum þykja mótvægisaðgerðir ófullnægjandi og illa skilgreindar. Hér telur Flokkur fólksins mikilvægt að staldra aðeins við og hlusta á hagsmunaaðila. Hér er ekki bara heilsa í húfi heldur einnig mun bygging malblikunnarstöðvar að öllum líkindum rýra verðgildi eignarhluta þeirra sem þegar hafa byggt á svæðinu. Flokkur fólksins hefur oft tjáð sig um í bókunum að viðleitni Reykjavíkurborgar til að veita hagsmunaaðilum andmælarétt sé stundum meira í orði en á borði.