Grandavegur 37, sótt um bílastæði hreyfihamlaða á lóð auk annars hefðbundins bílastæðis - samtals tvö bílastæði
Grandavegur 37 (01.521.6)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Málsaðilar
Karvel Ögmundsson
Skipulags- og samgönguráð nr. 67
1. apríl, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Karvels Ögmundssonar dags. 21. desember 2019 ásamt tölvupósti dags. 13. febrúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grandavegar, Lýsis og S.Í.S vegna lóðarinnar nr. 37 við Grandaveg. Í breytingunni felst að rafmagnskassi/tengikassi Veitna verði fjarlægður á kostnað borgarinnar og að koma megi fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni þar af eitt bílastæði fyrir hreyfihamlaða, sbr. tölvupósti dags. 12. febrúar 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2020. Synjað með vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2020. Vísað til borgarráðs.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Í kringum 1990 urðu miklar breytingar við Grandaveg þegar byggt var upp á gamla BÚR reitnum. Sunnan megin við Grandaveginn stóðu nokkur hús, sum hurfu en önnur stóðu eftir og standa enn. Þá voru einnig flutt gömul hús við Álagranda sem standa við hornið að Grandavegi gengt Litla Skipholti, Framnesvegi 36. Þessum gömlu húsum var komið fyrir á lítilli lóð og ekki gert ráð fyrir nauðsynlegri aðstöðu eins og bílastæðum. Grandavegur og Álagrandi eru þröngar götur og lítið sem ekkert pláss fyrri bíla í götunum. Því neyðast íbúar að taka dýrmætar spildur af lóðum sínum undir bílastæði. Það má velta fyrir sér þegar þessar breytingar fórum fram hvort allar lagnir og skipulag hafi verið skoðað í þaula. Hvort skipulagsyfirvöld hafi áttað sig á hversu mikil aukning umferðar varð um þetta horn og þá síðar meir eftir að byggt var á Lýsisreitnum. Hér má vel velta fyrir sér að skipulag hafi verið ábótavant. Íbúar á Grandavegi 37 sækja nú um að útbúa bílastæði við hlið hússins og fórna þannig garðspildu til þess, annar er hreyfihamlaður. Greinilegt er að umrætt hús er fórnarlamb skipulagsbreytinga sem ekki voru hugsaðar til enda fyrir ríflega 30 árum.
107 Reykjavík
Landnúmer: 105944 → skrá.is
Hnitnúmer: 10011443