Tryggvagata, breyting á deiliskipulagi
Tryggvagata 4 (01.118)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 60
15. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna svæðis sem nær eftir Tryggvagötu frá gatnamótum Grófarinnar í vestri að Pósthússtræti í austri og lóðar Tollhússins. Í breytingunni felst að lóðarmörkum tollhússins eins og þau eru sýnd á lóðarblaði frá 4. júní 1993 er breytt. Á svæðinu sem breytingin nær til verða heimil 3 bílastæði fyrir hreyfihamlaða og 1 þjónustustopp fyrir rekstraraðila í Tryggvagötu. Tímabundin stöðvun þjónustuaðila er heimil í Naustunum sunnan við Tryggvagötu en sérstakt stæði ekki tilgreind þar. 7 bílastæði eru á lóð tollhússins, samkvæmt uppdr. Landmótunar sf. dags. 13. desember 2019. Einnig er lagður fram skýringaruppdr. Landmótunar sf. dags. 28. desember 2019. Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til borgarráðs.
Svar

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar: 

Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.