Hádegismóar, nýtt deiliskipulag
Síðast Vísað til borgarráðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Málsaðilar
Gunnar Bergmann Stefánsson
Skipulags- og samgönguráð nr. 69
29. apríl, 2020
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð er fram að nýju umsókn f.h. Bandalags íslenskra skáta, dags. 22. janúar, ásamt skipulags- og matslýsingu ódags. vegna gerðs nýs deiliskipulags við Hádegismóa. Um er að ræða deiliskipulag fyrir nýjar höfuðstöðvar Bandalags íslenskra skáta. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir/umsögn: Sigrún Helgadóttir og Ólafur S. Andrésson dags. 13. apríl 2020, Skipulagsstofnun dags. 8. apríl 2020 og íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts dags. 21. apríl 2020.
Svar

Athugasemdir kynntar.

Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Hádegismóar, höfuðstöðvar íslenskra skáta. Frábært verkefni fyrir frábæra starfsemi.
  • Flokkur fólksins
    Til stendur að Bandalag íslenskra skáta fái til afnota reit í Hádegismóum til að reisa sínar bækistöðvar. Um er að ræða lítt snortna náttúru sunnan við Morgunblaðshöllina. Skátar á Íslandi eru þekktir fyrir góða umgengni við náttúru landsins og eru víða með bækistöðvar sem eru bæði til prýði og hafa gefið mörgu ungmenninu tækifæri til að kynnast náttúru svæðanna betur, svo ekki sé minnst á þá jákvæðu starfsemi sem skátahreyfingin iðkar. Rísi bækistöðvar Skátahreyfingarinnar á Hádegismóum mælist Flokkur fólksins til að tekið verði sérstakt tillit til náttúrunnar. Húsakynni þurfa að falla vel að umhverfinu. 
110 Reykjavík
Landnúmer: 213070 → skrá.is
Hnitnúmer: 10110941