Hádegismóar, nýtt deiliskipulag
Síðast Vísað til borgarráðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Málsaðilar
Gunnar Bergmann Stefánsson
Skipulags- og samgönguráð nr. 66
11. mars, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð er fram umsókn f.h. Bandalags íslenskra skáta, dags. 22. janúar, ásamt skipulags- og matslýsingu ódags. vegna gerðs nýs deiliskipulags við Hádegismóa. Um er að ræða deiliskipulag fyrir nýjar höfuðstöðvar Bandalags íslenskra skáta.  Samþykkt er að kynna lýsingu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun, Minjastofnun, Borgarsögusafni Reykjavíkur, Strætó bs. , OR/ Veitum, Íbúaráði Árbæjar og Norðlingaholts, Íþróttafélaginu Fylki og einnig kynna hana fyrir almenningi. 
Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Til stendur að Bandalag íslenskra skáta fái til afnota reit í Hádegismóum til að reisa sínar bækistöðvar. Um er að ræða lítt snortna náttúru sunnan við Morgunblaðshöllina. Skátar á Íslandi eru þekktir fyrir jákvæða umgengni við náttúru landsins og eru víða með bækistöðvar sem eru bæði til prýði og hafa gefið mörgu ungmenninu tækifæri til að kynnast náttúru svæðanna betur, svo ekki sé minnst á þá jákvæðu starfsemi sem skátahreyfingin iðkar. Ef af verður að Skátahreyfingin reisi sínar bækistöðvar á Hádegismóum mælist Flokkur fólksins til að hönnuðir húsakynnanna taki tillit til náttúrunnar og geri þau þannig úr garði að allt falli vel að umhverfinu. Jafnframt má ætla að starfsemi Skátanna, svona rétt við Rauðavatn styrki þetta fallega útivistarsvæði í jaðri höfuðborgarinnar og gæði það enn meira lífi. 
  • Miðflokkur
    Hádegismóar, höfuðstöðvar íslenskra skáta. Frábært verkefni fyrir frábæra starfsemi.
110 Reykjavík
Landnúmer: 213070 → skrá.is
Hnitnúmer: 10110941