Laugardalur - austurhluti, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 115
29. september, 2021
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulaginu "Laugardalur - austurhluti" vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Í breytingunni felst að koma fyrir allt að 5 smáhýsum á nýrri lóð, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta dags. 28. janúar 2020. Tillagan var auglýst frá 4. júní 2021 til og með 16. júlí 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ingunn Anna Jónsdóttir dags. 4. júní 2021, Anna Heiða Gunnarsdóttir dags. 6. júní 2021, Margrét Jóhanna Jóhannsdóttir dags. 15. júní 2021, Friðjón Sigurðarson f.h. Reita fasteignafélags hf. dags. 5. júlí 2021, Frímann Ari Ferdinandsson f.h. stjórnar ÍBR, dags, 13. júlí 2021, Katrín Þóra Jónsdóttir dags. 15. júlí. 2021, Ásta Lovísa Jónsdóttir dags. 15. júlí 2021, Sigurjón Geirsson Arnarson dags. 15. júlí 2021, Agnes Ársælsdóttir og Brynjar Jóhannesson stuðningsyfirlýsing dags. 15. júlí 2021, Lára Óskarsdóttir dags. 15. júlí 2021, Guðmundur Páll Ólafsson dags. 15. júlí 2021, Jón Ágúst Eiríksson dags. 15. júlí 2021, Elísabet Magnúsdóttir  dags. 15. júlí 2021, Nína Björk Oddsdóttir dags. 15. júlí 2021, Kolbrún Ýr Sigurðardóttir dags. 15. júlí 2021, Jón Hafsteinn Jóhannsson  dags. 15. júlí 2021, Unnur Lárusdóttir dags. 15. júlí 2021, Oddný Tracey Pétursdóttir dags. 15. júlí 2021, Benedikt Þór Jóhannsson dags. 15. júlí 2021, Sigurður Sigurðsson dags. 15. júlí 2021, Hildur Svavarsdóttir dags. 15. júlí 2021, María Hreinsdóttir og fjölskylda dags. 15. júlí 2021, Bríet Ósk Guðrúnardóttir og Markús Hauksson dags. 15. júlí 2021, Þórir Helgason dags. 16. júlí 2021 og Sigrún Böðvarsdóttir dags. 16. júlí 2021,  Sigurður Schram dags. 16. júlí 2021, Egill Héðinn Bragason  dags. 16. júlí 2021, Íbúasamtök Laugardals dags. 16. júlí 2021, Ragnheiður Ármannsdóttir dags. 16. júlí 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2021.
Svar

Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með 4 atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn tillögunni.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Viðreisn, Samfylkingin, Píratar
    Umrædd smáhýsi eru hluti af hugmyndafræði 'Húsnæði fyrst' á vegum Velferðarsviðs og hugsuð til að hjálpa fólki sem hefur verið í heimilisleysi og hefur miklar þjónustuþarfir. Hafa ber í huga að þó þessi hús séu tímabundin í staðsetningu sinni þá eru þau heimili fólks, ekki dvalarheimili eða lokuð stofnun, og þurfa að vera nálægt þeirri þjónustu og samfélagsinnviðum sem borgarbúar þurfa að nýta. Ekki er auðvelt ná sátt um staðsetningu þeirra í íbúðabyggð eða blandaðri byggð, og því þarf að leita á staði sem eru í námunda við sömu innviði á öðrum skipulagssvæðum. Hér er um að ræða opið svæði, en samkvæmt gildandi aðalskipulagi er heimild til að koma fyrir slíkum búsetuúrræðum á slíku svæði. Þó ber að hafa í huga að þau eru víkjandi og hafa ekki áhrif á langtímanotkunarmöguleika svæðisins. Fulltrúar meirihlutans telja að nálægð við útivistarsvæði, almenningssamgöngur og samfélagsinnviði muni hafa jákvæð áhrif á þau sem þar munu koma til með að búa og vona að hverfið taki vel á móti þeim.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Mikilvægt er að taka á vanda húsnæðislauss fólks með raunhæfum og góðum lausnum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á að Laugardalurinn fái að vera í friði fyrir íbúðaáformum, hvort sem um er að ræða smáhýsi eða stórhýsi. Áform um smáhýsi í Laugardal stangast á við þau sjónarmið sem hafa ríkt um að Laugardalurinn verði griðastaður útvistar og íþrótta. Ekki á að heimila íbúðabyggð með neinum hætti í Laugardalnum enda verður enn meiri þörf fyrir dalinn sem útivistar- og íþróttasvæði í framtíðinni en nú er.  
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins hefur ávallt stutt þetta úrræði enda þurfa allir að eiga þak yfir höfuð. Það er þó afar mikilvægt að vandað sé til þessa úrræðis með þeim hætti að eitt af húsunum á hverjum stað verði frátekið fyrir starfsmann sem verði alltaf á staðnum til að styðja við einstaklingana og vera til taks eftir þörfum. Því miður hefur gengið á ýmsu hjá meirihlutanum með þessari framkvæmd sem rýrt hefur traust á að þetta úrræði og sem þarf ekki að lýsa frekar hér.  Það er miður því um er að ræða einstaklinga með fjölþættan vanda, sumir að eignast heimili eftir að hafa verið heimilislausir árum saman og þurfa bæði mikla þjónustu og stuðning. Þessum viðkvæma hópi er ekki bara hægt að fleygja út í borgina og þeim sagt að bjarga sér að mestu sjálfir. Á staðnum verður að vera umsjón og eftirlit 24 tíma á sólarhring, einstaklingur og fagteymi sem er tilbúið að stíga inn og aðstoða eftir þörfum og án biðar.  Hér er mikilvægt að velferðarsvið bregðist ekki skyldum sínum ella er hætta á að þetta úrræði sem búið er að leggja mikið í mistakist