Nýr Landspítali við Hringbraut, stigahús, breyting á deiliskipulagi
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 77
1. júlí, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Helgu Bragadóttur arkitekts f.h. Nýs Landspítala ohf., dags. 3. febrúar 2020, varðandi breytingu á deiliskipulagi  Nýs Landspítala við Hringbraut. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit austan á Meðferðarkjarna að aðaltorgi/Sóleyjartorgi um 150 m2 fyrir glerbyggingu og koma þar fyrir stigahúsi með inngangi frá torginu, samkvæmt uppdr. Spital dags. 31. janúar 2020, breytt 19. júní 2020.
Svar

Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

Gestir
Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.