Bólstaðarhlíð 20, breyting á deiliskipulagi
Bólstaðarhlíð 20 (01.274.0)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 77
1. júlí, 2020
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar dags. 12. febrúar 2020 ásamt bréfi dags. 12. febrúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 20 við Bólstaðarhlíð, Ísaksskóli. Í breytingunni felst að skilgreina byggingarreit fyrir battavöll á lóð sem er 20 x 13 metrar ásamt því að hækka núverandi girðingu á auðausturhorni lóðar, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 12. febrúar 2020. Tillagan var grenndarkynnt frá 21. apríl 2020 til og með 19. maí 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Hermann Jónasson dags. 17. maí 2020 og Ingibjörg Halldórsdóttir dags. 18. maí 2020. Einnig er lagður fram húsaleigusamningur milli framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgars og Skóla Ísaks Jónssonar vegna leigu á Bólstaðarhlíð 20 dags. 29. ágúst 2011.  Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2020.
Svar

Synjað er að breyta deiliskipulagi með vísun til niðurstöðu í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2020, með fjórum greiddum atkvæðum: fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að hlusta á á raddir fólks í þessu máli og ganga í það að lagfæra og minnka umfang battavallarins eða finna aðrar lausnir sem eru ásættanlegri.  Framkvæmdin var gerð í óleyfi, ekki lá fyrir heimild frá skipulagsyfirvöldum. Völlurinn er á vegum skólans en ábyrgðin engu að síður nokkuð óljós. Svona völlur er sannarlega mikilvægur og börnum til gleði en hann má ekki vera staðsettur þar sem hann veldur öðrum ólíðandi ama og truflar heimilislíf eins og lýst er í þessu máli. 
  • Miðflokkur
    Loksins hefur borgari sigur yfir freklegum yfirgangi óleyfisframkvæmdar. Mikið hefur gengið á í sambandi við þennan battavöll frá upphafi og mikið áreiti við nágrannana hefur átt sér stað. Mikil barátta nágrannana hefur nú skilað sér, enda með unnið mál í höndunum allan tímann. Baráttan tók samt mörg ár og það var fyrst á seinni stigum málsins að viðurkennt var að um óleyfisframkvæmd væri að ræða. Það er mjög ánægjulegt að breytingu á deiliskipulagi sé hafnað. Enda væri það mjög slæmt fordæmi að hægt væri að framkvæma og fá svo breytingu á skipulagi þegar allt er um garð gengið. Reykjavíkurborg er hvött til þess að sjá til þess að þessi battavöllur verði fjarlægður strax til að íbúar losni undan þeirri áþján sem hann hefur haft í för með sér.
105 Reykjavík
Landnúmer: 103628 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008421