Bústaðavegur/Kringlumýrarbraut, kæra 13/2020, umsögn, úrskuður
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 68
15. apríl, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. febrúar 2020 ásamt kæru dags. 20. febrúar 2020 þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og samgönguráðs frá 29. janúar 2020 um framkvæmdaleyfi til breikkunar og færslu Bústaðavegar að íbúðabyggð við Beikihlíð og Birkihlíð. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 29. mars 2020.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Samkvæmt niðurstöðum Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þá mun framkvæmdum við frárein af Bústaðavegi inn á Kringlumýrarbraut haldið áfram. Ekki hefur verið tekið tillit til kæru íbúa með þeim rökum að í borgarsamfélagi megi búast við breytingum og að umferðarþungi á tilteknum stöðum sé það mikill að þörf sé á lagfæringu umferðarmannvirkja. Ef rannsóknarniðurstöður eru réttar þá mun þessi tilfærsla til suðurs á frárein hafa lítil sem engin áhrif á mengun af útblæstri né hljóðmengun. Flokkur fólksins vill þó ítreka að farið verði ávallt eftir verklagsreglum og framkvæmdir ekki hafnar á þetta stórum breytingum fyrr en grenndarkynningu er lokið og að allir íbúar í nærliggjandi byggð sé ljóst í hvað er stefnt. Einnig ber að taka tillit til óska íbúa sem næst búa um að allur frágangur á og við slík mannvirki verði til að bæta ásýnd og stuðli að minni mengun ef unnt er. Jafnframt veltir áheyrnarfulltrúi fyrir sér hversu mikill aukakostnaður hlaust af þessum einkennilegu vinnubrögðum að hefja framkvæmdir og síðan að kynna þær fyrir íbúum. Þau vinnubrögðum urðu til þess að framkvæmdir voru stöðvaðar með ófyrirséðum aukakostnaði.