Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna fyrstu lotu Borgarlínu, sem liggur á milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi. Eftirfarandi gögn eru lögð fram: greinargerðin Rammahluti Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030/40, Borgarlínan í Reykjavík. 1. lota Borgarlínunnar | Ártún - Fossvogsbrú og vinnslutillaga í forkynningu, unnin af VSÓ-ráðgjöf, dags. janúar 2021. Einnig lagt fram trúnaðarmerkt fylgiskjal Borgarlína - 1. lota, frumdrög og forsendur. Forsendur og frumdrög, dags. janúar 2021.