Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, borgarlína, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna borgarlínu milli Ártúnshöfða og Hamraborg
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 93
27. janúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna fyrstu lotu Borgarlínu, sem liggur á milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi. Eftirfarandi gögn eru lögð fram: greinargerðin Rammahluti Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030/40, Borgarlínan í Reykjavík. 1. lota Borgarlínunnar | Ártún - Fossvogsbrú og vinnslutillaga í forkynningu, unnin af VSÓ-ráðgjöf, dags. janúar 2021. Einnig lagt fram trúnaðarmerkt fylgiskjal Borgarlína - 1. lota, frumdrög og forsendur. Forsendur og frumdrög, dags. janúar 2021.
Svar

Kynnt.Afgreiðslu frestað.

Gestir
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags, Hrafnkell Á. Proppé verkefnastjóri Borgarlínunnar og Stefán Gunnar Thors frá VSÓ Ráðgjöf taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Í skýrslunni er gert ráð fyrir að helmingur ferða borgarbúa 2050 verði með almenningssamgöngum. Fulltrúi Flokks fólksins vill benda á harða þróun léttra tækja svo sem rafhjóla- rafhlaupahjóla. Allt eins kann að vera eins hagkvæmt að gera gott brauta- og stígakerfi fyrir slík samgöngutæki. Einnig ætti að samtengja slíkt kerfi við borgarlínukerfið og bjóða upp á að lítil einstaklingsfarartæki megi flytja með borgarlínuvögnum. Nú er gert ráð fyrir því að slík farartæki verði geymt á fyrstu stoppistöð, en það gæti hentað mörgum að geta farið frá borgarlínu á öðrum stað en farið var í hana. Svo má velta því fyrir sér hve mikill kostnaðarauki felst í því að gera hágæðakerfi, eins og sagt er í skýrslunni, miðað við það að vera bara með gæðakerfi? Þar að auki má velta því upp hvort skýrsluhöfundar Verkís viti hvað sé hágæðakerfi og hvað sé kerfi sem er nægjanlega gott fyrir Reykjavík. Við erum varla að byggja upp kerfi sem er t.d. sambærilegt við ,,metro” kerfi í Kaupmannahöfn? Borgarlína er b.s verkefni með öllum göllum þess og Reykjavík þarf að gæta sín í slíku kerfi eins og oft hefur komið fram hjá Flokki fólksins, ástæðan, hlutur borgarinnar er rýr í stjórnun en rík í fjárhagslegri ábyrgð. Sporin hræða.