Lögð fram verk- og matslýsing Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar dags. í febrúar 2020 vegna breytingu á Aðalskipulagi vegna fyrstu lotu Borgarlínu, sem liggur á milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi.
Svar
Stefán Gunnar Thors og Hrafnkell Proppé frá Borgarlínustofu kynna matskýrslu.
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Nú stendur til að hefja fyrstu áætlun um byggingu borgarlínu um Reykjavík og yfir í Kópavog. Flokkur fólksins er í sjálfum sér ekki á móti borgarlínu, en lýsir efasemdum um ágæti hennar vegna ört vaxandi tæknibreytinga sem gætu gert borgalínuna óþarfa þá loks hún verður tilbúin, því er beint þeim tilmælum að aðrir og ódýrar samgöngukostir verði skoðaðir af borginni en þessi rándýra framkvæmd. Hverjir eiga svo að not borgarlínuna? Við lestur umræddrar skýrslu virðist eins og aðeins sé gert ráð fyrir að hjólandi og gangandi borgarbúar noti borgarlínuna samt er litið til þess að bílum fækki. Lítum á dæmi: Gert er ráð fyrir að við stöðvar borgarlínu verði hjólastæði fyrir hjólreiðamenn sem vilja nýta borgarlínuna. Ekki er gert ráð fyrir bílastæðum svo bíleigendur geti nýtt sér borgarlínuna. Hvers vegna á ekki einmitt að höfða til þeirra sem vilja nota einkabílinn nánast í allar sínar ferðir? Það er alþekkt erlendis að við endastöðvar almenningslesta eru bílastæði fyrir bifreiðareigendur svo þeir sleppi að aka alla leið til vinnu, heldur nýti sér almennings samgöngur líkt og aðrir. Hvað varðar kolefnisjöfnuð þá má gera ráð fyrir að meirihluti bílaflotans verð knúinn vistvænni orku 2040. Verður því fækkun einkabílsins eins mikil og til er ætlast?