Gufuneshöfði, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 77
1. júlí, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn Kanon arkitekta ehf. dags. 18. mars 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis vegna Gufuneshöfða. Í breytingunni felst að leyfileg hæð masturs verði um 15 metrar í stað 10 metrar ásamt því að akfær aðkomuslóði verður varanlegur en ekki tímabundin, samkvæmt uppdrætti Kanon arkitekta ehf. dags. 17. mars 2020. Einnig er lagður fram tölvupóstur Umhverfisstofnunar dags. 18. mars 2020 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Tillaga var grenndarkynnt frá 27. apríl 2020 til og með 25. maí 2020. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Gunnar Hauksson og Guðrún H. Ingimarsdóttir dags. 12. maí 2020, Jón Ágúst Guðmundsson dags. 25. maí 2020 og Jóhannes Þorkelsson dags. 25. maí 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. júní 2020.
Svar

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. júní 2020.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Ágústa Sveinbjörnsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.