Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing, Kanon arkitekta og VSÓ ráðgjafar dags 18. mars 2020, vegna skipulagsgerðar og umhverfismats "Kringlusvæðisins". Kynning stóð yfir frá 8. apríl 2020 til og með 20. maí 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Borgarsögusafn Reykjavíkur dags. 5. maí 2020, Veðurstofa Íslands dags. 12. maí 2020, Minjastofnun Íslands dags. 19. maí 2020, Vegagerðin dags. 19. maí 2020, Finnur Magnússon lögmaður f.h. Hús verslunarinnar sf., Kringlunnar 7 húsfélag og þinglýstra eigendur fasteigna í Kringlunni 7 dags. 19. maí 2020, Jón Ævar Pálmason og Þórhildur Kristinsdóttir dags. 20. maí 2020, íbúaráð Miðborgar og Hlíða dags. 20. maí 2020, María Hjaltalín f.h. íbúasamtaka 3. hverfis dags. 20. maí 2020, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags 20. maí 2020. Veitur dags. 22. maí 2020, íbúaráð Miðborgar og Hlíða dags. 27. maí 2020, íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 29. maí 2020, Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins dags. 3. júní 2020. Einnig er lagður fram tölvupóstur Umhverfisstofnunar dags. 30. apríl 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. maí 2020 og er nú lagt fram að nýju.