Rauðhólar, nýtt deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 76
10. júní, 2020
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram lýsing skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi fyrir Rauðhóla, dags. 30. mars 2020. Um er að ræða Rauðhóla sem hafa verið friðlýstir sem fólkvangur síðan 1974, ásamt aðliggjandi svæði í kringum Heiðmerkurveg yfir brúnna að Helluvatni. Helstu viðfangsefni og meginmarkmið fyrir deiliskipulagið koma fram í lýsingunni, en m.a. er lagt til að skilgreina aðalleiðir gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarenda um svæðið o.fl. Kynning stóð yfir frá 7. maí 2020 til og með 28. maí 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Vegagerðin dags. 12. maí 2020, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 26. maí 2020, Skipulagsstofnun dags. 26. maí 2020, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 27. maí 2020, Umhverfisstofnun dags. 29. maí 2020 og Sveinbjörn Guðjohnsen dags. 30. maí 2020. 
Svar

Athugasemdir kynntar.

Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Þar kemur fram að á svæðinu finnst alaskalúpína sem er að dreifast um svæðið. Ljóst er að lúpína er framandi og ágeng tegund. Við því er lítið að gera eins og staðan er nú, nema að fara að nota illgresiseyða eða að finna náttúrulega óvini lúpínunnar. Um það þarf að taka sjálfstæða ákvörðun og meta þá kosti og galla slíkra aðgerða. Í sambandi við framtíðaráform svæðisins þarf að skoða þetta.  Um vatnsfarvegi gegnir það að það á ekki að koma til greina að spilla náttúrulegri framvindu þeirra. Flóð verða alltaf í ám og líta ber á að núverandi farvegur, sem og mögulegir farvegir flóða, sé hluti af náttúrulegri framvindu. Þess vegna má ekki þrengja að farvegunum, hvorki með byggingum, eða ,,flóðavörnum” af nokkru tagi.