Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 31. mars 2020 ásamt kæru dags. 24. mars 2020 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa þann 3. mars sl. um að samþykkja byggingarleyfisumsókn eigenda að Brekkustígs 6B þess efnis að byggja hæð og ris, setja nýjar svalir og útistiga á bakhlið hússins. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 7. apríl 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 14. júlí 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 3. mars 2020 um að samþykkja umsókn um leyfi til að byggja hæð og ris á hús á lóð nr. 6B við Brekkustíg og setja nýjar svalir og útistiga á bakhlið þess.