Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að skipulagslýsingu fyrir Dunhaga, Hjarðarhaga og Tómasarhaga fyrir gerð nýs deiliskipulags fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Í tillögunni felst að festa í sessi leiksvæði á borgarlandi og hverfisvernd á byggð Hjarðarhaga og Tómasarhaga með minniháttar heimildum til breytinga þ.á.m. bílskúrsheimilda á tveimur lóðum, niðurrifi bílskúra og uppbyggingu á lóð nr. 18-20 við Dunhaga samkvæmt skipulagslýsingu
THG Arkitekta ehf.
dags. í apríl 2020. Einnig eru lagðir fram tölvupóstar Sigurðar Þráinssonar dags. 11. maí 2020 og Bjarka Más Baxter dags. 12. maí 2020 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Kynning stóð yfir frá 24. apríl 2020 til og með 25. maí 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Borgarsögusafn Reykjavíkur dags. 13. maí 2020, Skipulagstofnunar dags. 14. maí 2020, 7 íbúar og eigendur að Hjarðarhaga 27 dags. 14. maí 2020, Einar Ólafsson dags. 15. maí 2020, Signý Sif Sigurðardóttir dags. 15. maí 2020, Soffía Óladóttir dags. 15. og 24. maí 2020, Áslaug Árnadóttir lögmaður f.h. Árna Kolbeinssonar eiganda tveggja íbúða að Tómasarhaga 34 dags. 15. maí 2020, íbúaráð Vesturbæjar dags. 15. maí 2020, Hildur Þórisdóttir dags. 15. maí 2020, Elmar Freyr Torfason dags. 16. maí 2020, Sirrý Baldursdóttir dags. 17. maí 2020, Andrés Gunnarsson dags. 17. maí 2020, Sveinn Ólafsson dags. 18. maí 2020, Sveinn Margeirsson dags. 18. maí 2020, Bjarki Már Baxter lögmaður f.h. eigendur að Tómasarhaga 32 dags. 18. maí 2020 og 16. júní 2020, Jónas Björn Swift dags. 18. maí 2020, skrifstofa umhverfisgæða dags. 18. maí 2020, Minjastofnun Íslands dags. 20. maí 2020, íbúaráð Vesturbæjar dags. 22. maí 2020, Soffía Óladóttir dags. 24. maí 2020 og Hilmar Guðjónsson og Kolbrún Vaka Helgadóttir dags. 24. maí 2020.