Vogabyggð svæði 1, breyting á skilmálum deiliskipulags
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 73
20. maí, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. , dags. 22. apríl 2020, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Vogabyggðar svæðis 1. Í breytingunni felst fjölgun á B fermetrum í Stefnisvogi fyrir lóðir 1-2, 1-3, 1-4 og 1-5, samkvæmt tillögu THG Arkitekta ehf. , dags. 20. apríl 2020. Einnig er lagður fram tölvupóstur Bjargs íbúðafélags, dags. 12. maí 2020, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við breytinguna. 
Svar

Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Lögð er fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 22. apríl 2020 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Vogabyggðar svæðis 1.  Flokkur fólksins telur að hafi þessi breyting ekki neikvæð áhrif á gæði eigna nágranna er hún í lagi. Breytingin mun eflaust auka gildi þeirra eigna sem um ræðir. En það væri gott að fá útskýringu á hvað er átt við með B-fermetrum?