Hverfisgata 46, breyting á skilmálum deiliskipulags
Hverfisgata 46 (01.172.0)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Málsaðilar
Skipulags- og samgönguráð nr. 72
13. maí, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Þingvangs ehf. dags. 30. apríl 2020 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Brynjureits vegna lóðarinnar nr. 46 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að breytt er texta í 14. málsgrein í kaflanum "Sér ákvæði fyrir einstök hús" þannig að bætt er í textann að heimilt verður að vera með gistiaðstöðu á fyrstu hæð hússins við Hverfisgötu og atvinnustarfsemi og gistiaðstöðu á efri hæðum, samkvæmt tillögu Urban arkitekta ehf. dags. 22. apríl 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2020. 
Svar

Frestað.

Gestir
Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Reykjavíkurborg er skylt að fara að stjórnsýslulögum og gæta jafnræðis á milli aðila. Hér er lagt til að breyta íbúðarhúsnæði/iðnaðarhúsnæði í gistirými. Nýlega var samþykkt í skipulags- og samgönguráði í annað sinn að hafna ósk aðila á Hafnartorgi að breyta íbúðarhúsnæði tímabundið í hótel. Reykjavíkurborg setti 23% hótelkvóta í deiliskipulag á sínum tíma og gerði síðan breytingar á aðalskipulagi sama efnis upp Laugaveg og síðan Hverfisgötu. Þetta húsnæði er innan þess svæðis.  Reykjavíkurborg verður að afgreiða sambærileg mál eins.
101 Reykjavík
Landnúmer: 101430 → skrá.is
Hnitnúmer: 10001197