Rekagrandi 14, leikskóli, breyting á deiliskipulagi
Rekagrandi 14 (01.512.4)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 72
13. maí, 2020
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 7. maí 2020, varðandi breytingu á deiliskipulagi Eiðsgranda, miðsvæði, vegna lóðarinnar nr. 14 við Rekagranda. Í breytingunni felst að lóð leikskólans stækkar ásamt því að girðingu verður breytt, afmarkaður er annars vegar byggingarreitur fyrir færanlegar stofur og hins vegar byggingarreitur fyrir möguleika á stækkun núverandi leikskóla til suðurs og vesturs ásamt því að 4 bílastæði í borgarlandi auk snúningsreits verður aflagt, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. apríl 2020.
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fram kemur í greinargerð með deiliskipulagsbreytingum að fækka á bílastæðum um fjögur. Það veldur nokkrum áhyggjum þar sem erfitt er að lifa bíllausum lífstíl í Reykjavík og nú þegar er skortur á bílastæðum fyrir utan suma leikskóla.  Foreldrar koma með börn sín á bíl nema þeir búi skammt frá og geta gengið með þau eða hjólað. Þegar komið er með börnin í leikskóla á álagstímum er stundum engin stæði laus og þarf þá að bíða í götunni þar til stæði  losnar, aðstæður sem geta skapað hættu. Í gögnum segir einnig að leggja á af snúningsreit eða snúningsás. Það að leggja af snúningsás er ekki til bóta fyrir þá sem koma á bíl. Ef reglur um fjölda bílastæða í Reykjavík eru skoðaðar segir að gera eigi ráð fyrir 0,2 - 0,5 bílastæði á starf, og gera þarf ráð fyrir mun fleirum stæðum þ.m.t. sleppistæðum við leikskóla og lægri deildir grunnskóla þar sem meiri líkur eru á að börnum í neðri deildum er skutlað í skólann. Mælt er með því að helmingur stæða séu yfirbyggð. Fjöldi stæða skal vera 0,4 stæði/starfsmann og 20 stæði/100 nemendur. Við Grunnskóla eiga að vera stæði fyrir starfsmenn plús sleppistæði allt að 60 á 100 nemendur samkv. reglum. 
107 Reykjavík
Landnúmer: 105776 → skrá.is
Hnitnúmer: 10012660