Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. maí 2020 vegna samþykktar borgarráðs frá 28. maí 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Eiðsgranda, miðsvæði, vegna lóðarinnar nr. 14 við Rekagranda.
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Skipulagsyfirvöld hafa ákveðið að gera grundvallarbreytingar á lóð nr. 14 við Rekagranda. Lóð leikskólans stækkar sem er gott en fjarlægður er snúningsreitur og nokkur bílastæði. Við þessa ákvörðun hefur ljóslega ekki verið horft til þeirra fjölskyldna sem ekki búa næst leikskólanum og geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur. Þegar komið er með börnin í leikskóla á álagstímum er stundum engin stæði laus og þarf þá að bíða í götunni þar til stæði losnar, aðstæður sem geta skapað hættu. Ef reglur um fjölda bílastæða í Reykjavík eru skoðaðar segir að gera eigi ráð fyrir 0,2 – 0,5 bílastæði á starf, og gera þarf ráð fyrir mun fleirum stæðum þ.m.t. „sleppistæðum“ við leikskóla. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ekki fengið það staðfest hvort að skipulagsyfirvöld fari í einu og öllu eftir þessum reglum?