Vesturlandsvegur, breyting á deiliskipulagi
Vesturlandsvegur
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 76
10. júní, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Finns Kristinssonar, dags. 8. maí 2020, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Vesturlandsvegar. Gerðar eru textabreytingar í köflum 5.1, 5.3, 5.4. og 5.5 vegna útfærslu vegarins, samkvæmt uppfærðri greinargerð, skilmálum og umhverfisskýrslu, dags. 7. júní 2018, br. 8. maí 2020. 
Svar

Frestað. 

Gestir
Erna Bára Hreinsdóttir og Rúna Ásmundsdóttir frá Vegagerðinni taka sæti á fundinum undir þessum lið. 
Komur og brottfarir
  • - Kl. 10:53 víkur Kristín Soffía Jónsdóttir af fundi.
  • - Kl. 10:53 tekur Sara Björg Sigurðardóttir sæti á fundinum.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Reykjavíkurborg og Vegagerðin standa í sameiningu að gerð deiliskipulags fyrir Vesturlandsveg. Löngu tímabær aðgerð. Flokkur fólksins fagnar tillögum um að aðskilja akstur sem fer í sitt hvor átt með vegriðum. Einnig er tímabært að bæta við hjólastígum og göngustígum. Gert er ráð fyrir að gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarendur noti hliðarvegi eða sérstakan göngu- og hjólastíg og reiðstíga meðfram hliðarvegunum. En slíkir stígar eiga ekki að liggja meðfram fjölförnum bílavegum skyldi maður ætla og vissulega eru einhverjar reglur um það sem hlýtur að þurfa að fylgja. Slíkum stígum ætti að finna stað í einhverri fjarlægð frá bílagötunni? Hér þarf að stíga varlega til jarðar til að ekki verði sóað óþarfa fé í eitthvað sem mun síðan ekki reynast farsælt. Sýna þarf fyrirhyggju í hönnunarvinnunni og umfram allt gæta að öryggis allra ferðalanga. Fulltrúi Flokks fólksins gerir sé grein fyrir að deiliskipulagsmörkin setja skorður. Og enn skal á það bent að hjólastígar eiga að liggja eins lárétt og unnt er. Brekkur ætti að forðast. Þarna er ekki alveg slétt og með því að hugsa og hanna rétt má gera hjólastíginn flatan. En ef ekki er hugsað um það verður hann upp og niður og allavega.
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Þökkum góða kynningu. Nauðsynlegt er að rýna enn betur lausnir fyrir gangandi og hjólandi til að skapa samfellda og örugga göngu- og hjólaleið meðfram Vesturlandsvegi. Jafnframt þarf að huga að lausnum varðandi hljóðvist enda liggur vegurinn víða framhjá heimilum fólks.