Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Nýi Skerjafj. Breytt landnotkun,breyting á aðalskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 94
3. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í júní 2020, síðast uppfærð 11. desember 2020 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Tillögunni fylgir umhverfisskýrsla. Breytingartillagan nær til landsvæðis vestan núverandi íbúðarbyggðar í Skerjafirði og varðar meðal annars breytta landnotkun, fjölgun íbúða, breytta legu stíga og breytt umfang fyrirhugaðrar landfyllingar. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 31. ágúst 2020. Tillagan var auglýst frá 16. september 2020 til og með 28. október 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Mosfellsbær dags. 28. september 2020, Kópavogsbær dags. 8. október 2020, Seltjarnarnesbær dags. 15. október 2020, Vegagerðin dags. 15. október 2020, Umhverfisstofnun dags. 16. október 2020, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 21. október 2020, Eyjólfur Gunnarsson, Margrét Gunnarsdóttir, Gunnar Trausti Eyjólfsson, Atli Már Eyjólfsson og Magnús Daði Eyjólfsson dags. 27. október 2020, Anna S. Haraldsdóttir dags. 28. október 2020, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 28. október 2020, Hildur Hjartardóttir og Sigurður Jens Sæmundsson dags. 28. október 2020, Jens Pétur Jensen dags. 28. október 2020, Guðjón Haraldsson dags. 28. október 2020, Daníel B. Sigurgeirsson, Elín Björk Jónasdóttir, Sigurdís Björg Jónasdóttir og Birgir Arnór Birgisson dags. 28. október 2020, Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir dags. 28. október 2020 og Sigríður Ragna Sigurðardóttir dags. 28. október 2020. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. desember 2020 og bréf Skipulagsstofnunar dags. 21. desember 2020 ásamt ákvörðun um matsskyldu vegna Landfyllingar í Nýja Skerjafirði. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. desember 2020.
Svar

Afgreiðslu frestað.

Gestir
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Enn á að landfylla og því ætti að hætta. Þótt hér sé um lítinn hluta af strandlengjunni að ræða þá er enn og aftur minnt á, með hliðsjón af samlegðaráhrifum, að að búið er að skerða mikinn hluta fjörusvæða á höfuðborgarsvæðinu þ.m.t. í nágrenni fyrirhugaðrar landfyllingar. HER bendir einnig á að þar sem fyrirhuguð landfylling liggur að verndarsvæðum auk þess sem fyrirhugað er að friðlýsa Skerjafjörð í heild sinni þarf að gæta vel að áhrifum á lífríki og gæta þess að áhrif á strauma og setflutninga sé í lágmarki.” Ætla skipulagsyfirvöld að taka mark á þessari umsögn? Heilbrigðisnefnd bendir jafnframt á í skýrslu sinni að við  flutning staðsetningar á grunnskóla og meðfylgjandi lóð er farið nær því svæði sem staðfest hefur verið að er olíumengun í jarðvegi. Huga þarf að því að strangari kröfur þarf að gera til hreinsunar og jarðvegsskipta þegar um er að ræða starfsemi fyrir börn. Gera þarf ráð fyrir slíkum ströngum skilyrðum í skipulagsskilmálum.