Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Nýi Skerjafj. Breytt landnotkun,breyting á aðalskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 81
9. september, 2020
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 31. ágúst 2020 er varðar tillögu á breytingu á aðalskipulagi vegna nýja Skerjafjarðar. Einnig er lögð fram uppfærð tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í júní 2020, síðast uppfærð 1. september 2020. 
Svar

Vísað til borgarráðs.

Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Í samkomulagi milli ríkis og borgar frá 29. nóvember 2019 lýsti borgarstjóri yfir vilja sínum til þess að tryggja nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur til að tryggja flugvöllin í Vatnsmýrinni. Nú er ljóst að samningurinn er ekki pappírsins virði því hér kemur fram í tillögu að gerð nýs aðalskipulags fyrir Skerjafjörðinn að málið er keyrt áfram af fullum þunga og þar með er kominn forsendubrestur að hálfu borgarinnar. Skipulagsstofnun setur sig ekki á móti auglýsingu á breyttu aðalskipulagi en hefur fjölmargar athugasemdir við það og þá sérstaklega á sviði umhverfismála hvað varðar fyrirhugaða landfyllingu í Skerjafirði. Einnig er bent á að samkvæmt tillögunni er flugskýli Flugfélagsins Ernis inni á skipulagssvæðinu - ekki bara á einni mynd heldur mörgum. Þessi drög að breytingu á aðalskipulagi eru dagsett 1. september 2020. Er búið að falla frá þeirri ákvörðun að ganga ekki frekar á athafnasvæði flugvallarins á þessu svæði og hlífa flugrekstrinum fyrir ofríki meirihlutans?
  • Flokkur fólksins
    Athugasemdir Skipulagsstofnunar eru lagðar fram um tillögu á breytingu á aðalskipulagi vegna nýja Skerjafjarðar.  Fulltrúi Flokks fólksins vonast til að hlustað verði á athugasemdir ekki síst þær sem snúa að landfyllingum. Byggja á allt í kringum flugvöllinn og setja skóla í uppfyllta fjöru. Landfylling er óásættanleg. Náttúrulegar fjörur eru fágætar í Reykjavík.  Málið allt er viðkvæmt og það er leiðinlegt að vinna þetta stóra verkefni í svo mikilli andstöðu.