Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Nýi Skerjafj. Breytt landnotkun,breyting á aðalskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 77
1. júlí, 2020
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. í maí 2020, ásamt umhverfisskýrslu, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar skipulag byggðar í Skerjafirði. Í breytingunni felst breytt landnotkun, breytingar á byggingarmagni, lega stofn- og tengistíga er fest niður og tekið er tillit til umferðatenginga ásamt því að umfang landfyllinga er minnkað. Tillagan var kynnt til og með 24. júní 2020. Eftirtaldar stofnanir sendu umsagnir: Skipulags- og umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Ölfuss dags. 5. júní 2020, Hafrannsóknarstofnun dags. 15. júní 2020, Bláskógabyggð dags. 18. júní 2020, íbúaráð Vesturbæjar dags. 19. júní 2020, Umhverfisstofnun dags. 19. júní 2020, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 22. júní 2020, Isavia innanlands dags. 23. júní 2020, Vegagerðin dags. 24. júní 2020 og Samgöngustofa dags. 24. júní 2020. Einnig er lögð fram uppfærð tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í júní 2020, ásamt umhverfisskýrslu, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar skipulag byggðar í Skerjafirði.
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að aðalskipulagi í samræmi við 1. mgr. 36. gr. sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fjórum greiddum atkvæðum: fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Flokkur fólksins  er alfarið andvígur því að landfyllingar séu gerðar í þeim tilgangi að  búa til land fyrir nýbyggingar.  Náttúrulegar fjörur í Reykjavík eru takmörkuð auðlind og eru útivistarsvæði margra auk þess sem margar eru mikilvægar fyrir  lífríki svæðisins. Engin þörf er á landfyllingum í Skerjafirði. Þegar flugvöllurinn fer, fari hann þ.e.a.s.  verður hægt að skipuleggja góðan byggðakjarna án landfyllinga. Þess vegna ætti að koma til  greina að fresta skipulagsmálum í og við flugvallarsvæðið, þar til tímasett verður hvenær flugvöllurinn fer. Fram kemur að ströndin sé röskuð en óþarfi er kannski að raska henni enn meira?