Samþykkt að kynna fyrirliggjandi drög að aðalskipulagsbreytingu, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Gögn verða send til skilgreindra hagsmunaaðila og kynnt opinberlega. Drögin verða auglýst í fjölmiðli og gerð aðgengileg á vef borgarinnar. Tillagan verður send til eftirfarandi umsagnaraðila: Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, Kópavogs, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Seltjarnarnesbæjar, Mosfellsbæjar, Kjósarhrepps, annarra nágrannasveitarfélaga, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar, Hafrannsóknastofnunar, Orkustofnunar, Veðurstofu Íslands, Veitna, Borgarsögusafns, Íbúaráðs Laugardals, Stangveiðifélags Reykjavíkur og Umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur.