Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Stefna um íbúðarbyggð, breyting á aðalskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 75
3. júní, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. í maí 2020 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar stefnu um íbúðabyggð. Breytingin tekur til eftirfarandi reita, sem verða skilgreindir sem sérstakir byggingarreitir, sbr. stefnu um íbúðabyggð, sem sett er fram á mynd 13 í kaflanum Borgin við Sundið: Arnarbakka, Eddufells-Völvufells. Rangársels, Háaleitisbrautar-Miklabrautar, Furugerðis-Bústaðavegar og Vindáss-Brekknaáss.
Svar

Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata að kynna fyrirliggjandi drög að aðalskipulagsbreytingu, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. Gögn verða send til skilgreindra hagsmunaaðila og kynnt opinberlega. Drögin verða auglýst í fjölmiðli og gerð aðgengileg á vef borgarinnar. Tillagan verður send til eftirfarandi umsagnaraðila: Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, Kópavogs, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Seltjarnarnesbæjar, Mosfellsbæjar, Kjósarhrepps, annarra nágrannasveitarfélaga, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Veitna, Borgarsögusafns, Íbúaráða og íbúasamtaka í viðkomandi borgarhlutum.

Gestir
Haraldur Sigurðsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur
    Mikilvægt er í nafni aukins upplýsingaflæðis og opinnar stjórnsýslu er mikilvægt að allir íbúar séu vel upplýstir um að hvaða skipulagsbreytingum er að vinna. Það yrði góður bragur á slíkum vinnubrögðum enda geta breytingar í grónum hverfum verið viðkvæmar og breytingarnar haft áhrif á þá byggðaþróun sem fyrir er. Þá ber að hafa dagskrá skýra þannig að fram komi hvað sé til kynningar og hvað sé til afgreiðslu.