Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata að kynna fyrirliggjandi drög að aðalskipulagsbreytingu, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. Gögn verða send til skilgreindra hagsmunaaðila og kynnt opinberlega. Drögin verða auglýst í fjölmiðli og gerð aðgengileg á vef borgarinnar. Tillagan verður send til eftirfarandi umsagnaraðila: Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, Kópavogs, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Seltjarnarnesbæjar, Mosfellsbæjar, Kjósarhrepps, annarra nágrannasveitarfélaga, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Veitna, Borgarsögusafns, Íbúaráða og íbúasamtaka í viðkomandi borgarhlutum.