Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Sértæk búsetuúrræði, breyting á aðalskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 77
1. júlí, 2020
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. í maí 2020 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar sértæk búsetuúrræði og landnotkun. Í breytingunni felst að sérákvæði um búsetuúrræði er bætt við undir liðnum Íbúðabyggð (ÍB) í kaflanum Landnotkun (bls. 205 (sjá adalskipulag.is)). Tillagan var kynnt til og með 24. júní 2020. Eftirtaldar stofnanir sendu umsagnir: Skipulags- og umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Ölfuss dags. 4. júní 2020, Bláskógarbyggð dags. 18. júní 2020, Skipulagsstofnun dags. 22. júní 2020 og íbúaráð Grafarvogs dags. 28. júní 2020.  Einnig er lögð fram uppfærð tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í júní 2020 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar sértæk búsetuúrræði og landnotkun.
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að aðalskipulagi í samræmi við 1. mgr. 36. gr. sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til borgarráðs.

Gestir
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Markmiðið er að auka möguleika á að setja niður t.d. smáhýsi fyrir heimilislausa og er í því samhengi jákvæð breyting. Breytingin snýst um að rýmka það svæði sem hægt er að setja upp skammtímahúsnæði. svo sem: Verslunar- og þjónustusvæða, Miðsvæða, Athafnasvæða  Hafnarsvæða Iðnaðarsvæða  Opinna svæða og Landbúnaðarsvæða  enda byggingar einkum staðsettar innan þegar skilgreinds byggingarreits eða lóðar samkvæmt fyrirliggjandi deiliskipulagi og í samráði við lóðarhafa eða landeiganda.  Þessi breyting ætti að skýra betur heimildir um mögulega staðsetningu þessara húsnæðislausna innan mismunandi landnotkunarsvæða aðalskipulagsins. Nægur sveigjanleiki þarf að vera til að hægt sé að koma fyrir fjölbreyttum húsnæðisúrræðum eftir því sem þörf krefur hverju sinni.
  • Miðflokkur
    Hér er verið að notfæra sér lagaeyðuákvæði með því að gera breytingu á aðalskipulagi í þá veru að búsetuúrræði verði heimil þar sem ekki má vera með íbúðabyggð. Samkvæmt lögum nr. 105/2006, um umhverfismat áætlana í 3. mgr. 3. gr. kemur fram að ef vafi leikur á hvort skipulags- eða framkvæmdaáætlun sé háð ákvæðum laganna getur almenningur eða sá sem ber ábyrgð á áætlanagerð óskað eftir að Skipulagsstofnun taki ákvörðun um hvort áætlunin falli undir lög þessi. Skipulagsstofnun skal auglýsa í dagblaði sem gefið er út á landsvísu að ákvörðun liggi fyrir. Heimilt er að kæra slíkar ákvarðanir til ráðherra. Reykjavíkurborg er hér á mjög hálum ís í skipulagsvinnu sinni. Þessi heimild opnar á að leyfilegt er að drita niður smáhýsum, hjólhúsum, kúluhúsum, og fl. út um allt borgarlandið. Alþingi fer með lagasetningavaldið en ekki Reykjavíkurborg. Það er ljóst að ef gengið verið að kröfu Reykjavíkurborgar um breytingar í þessa veru verður það fordæmisgefandi fyrir öll sveitarfélög á landinu.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Mikilvægt er að þessi breyting verði ekki auglýst fyrr en umsagnir umsagnaraðila liggi fyrir. Þá skiptir máli að orðalag og heimildir séu skýrar.