Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Sértæk búsetuúrræði, breyting á aðalskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 94
3. febrúar, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í júní 2020 síðast uppf. 1. febrúar 2021 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar sértæk búsetuúrræði og landnotkun. Í breytingunni felst að sérákvæði um búsetuúrræði er bætt við undir liðnum Íbúðabyggð (ÍB) í kaflanum Landnotkun (bls. 205 (sjá adalskipulag.is). Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 9. júlí 2020. Tillagan var auglýst frá 16. september 2020 til og með 28. október 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Íbúaráð Breiðholts dags. 8. september 2020, Mosfellsbær dags. 28. september 2020, Kópavogsbær dags. 8. október 2020, Seltjarnarnesbær dags. 15. september 2020, stjórn Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur dags. 28. október 2020 og AX lögmannsþjónusta f.h. Þingvangs ehf. dags. 27. október 2020. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 1. febrúar 2021.
Svar

Samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 1. febrúar 2021, sbr. 1. og 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gestir
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Þörfin fyrir húsnæði fyrir fólk með miklar og sérstakar stuðningsþarfir er aðkallandi og þurfa sveitarfélög að hafa nauðsynlegar heimildir til að bregðast við ef um yfirvofandi neyð er að ræða. Því er nauðsynlegt að í aðalskipulagi sé nægjanlegur sveigjanleiki til að hægt sé að koma fyrir tímabundnum búsetuúrræðum á fjölbreyttum lóðum. Í tillögunum er lagt til að ávallt sé hugað sé að nálægð við samgönguinnviði, verslun og þjónustu og friðsæl og heilnæm útivistarsvæði við val á lóðum undir smáhýsin. Eins og sjá má af reynslunni til dæmis á Gufunesi er um snotur hús að ræða sem eru prýði í umhverfinu jafnframt því að vera íbúum heimili og skjól.
  • Sósíalistaflokkur
    Fulltrúi sósíalista fagnar auknum sveigjanleika til þess að bregðast við heimilisleysi.