Mýrargata 26, breyting á deiliskipulagi
Mýrargata 26 (01.115.3)
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 76
10. júní, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Arkitekta Laugavegi 164 ehf. , dags. 29. maí 2020, varðandi breytingu á deiliskipulagi Slipps- og Ellingsenreits vegna lóðarinnar nr. 26 við Mýrargötu.  Í breytingunni felst að heimila aukið byggingarmagn. Hámarksbyggingarmagn verður 9750 m2 eftir breytingu, þar af 9350 A rými og 400 B rými, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti Arkitekta Laugavegi 164 ehf. dags. 15. maí 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júní 2020.
Svar

Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs. 

101 Reykjavík
Landnúmer: 100059 → skrá.is
Hnitnúmer: 10022580