Norðurbrún 2, breyting á skilmálum deiliskipulags
Norðurbrún 2 (01.352.5)
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 77
1. júlí, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Helga Mars Hallgrímssonar dags. 2. júní 2020 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulagi  Norðurbrúnar vegna lóðarinnar nr. 2 við Norðurbrún. Í breytingunni felst að heimilt verði að gera þrjár íbúðir á 1. hæð í stað tveggja, fjöldi íbúða verður óbreyttur en skipt öðruvísi á hæðir ásamt því að leyfilegur gólfkvóti verður skilgreindur nánar, samkvæmt tillögu Arkþings - Nordic ehf. dags. í maí 2020, síðast breytt 11. júní 2020. 
Svar

Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

Gestir
Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
104 Reykjavík
Landnúmer: 104191 → skrá.is
Hnitnúmer: 10024179