Breiðholt III, Fell, breyting á deiliskipulagi vegna Völvufells, Drafnarfells og Eddufells
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 108
23. júní, 2021
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Breiðholts III, Fell vegna Völvufells, Drafnarfells, Eddufells og Yrsufells. Breytingin felst í heimild til niðurrifs á leikskólunum Litla Holti og Stóra Holti, uppbyggingar nýs leikskóla með aðkomu frá göngugötu við Drafnarfell auk Völvufelli, auk uppbyggingar fyrir námsmannaíbúðir og sérbýli á grænum þróunarlóðum. Einnig eru þegar fengnar byggingaheimildir á lóð Drafnarfells 2-18 ofan verslana og uppbyggingarheimildir á lóð Eddufells 2-4 endurskoðaðar, samkvæmt uppdr. Krads ehf dags. 9. júní 2021. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 13. júlí 2020, samgöngumat Mannvits dags 9. júní 2021 og hljóðskýrsla Mannvits dags. 30. apríl 2021. 
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Viðreisn, Samfylkingin, Píratar
    Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir allt að 175 íbúðum, þar með talið námsmannaíbúðum, nýjum raðhúsum næst Suðurfelli, auk þess sem gert er ráð leikskóla. Endurhönnun hverfishlutans gerir ráð fyrir góðum tengingum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur á fyrirliggjandi stígakerfi ásamt því að gert er ráð fyrir fegrun götunnar Völvufells með gróðursetningu trjáa. Tillögurnar styrkja svæðið að okkar mati og styðja við þá verslun og þjónustu sem fyrir er í Drafnarfelli.
  • Flokkur fólksins
    Hér er um að ræða að endurbæta hluta af Fellahverfinu, Völvufell.  Byggingar hafa ekki mikið varðveislugildi og þess vegna er hægt að byggja allt upp að nýju. En hér er, sem og við Arnarbakka gert ráð fyrir samgönguþróun sem ekki er víst að gangi eftir.  Veruleg íbúafjölgun verður í Völvufelli ef áætlanir ganga eftir.  Í gögnum segir  “Vinna skal samgöngumat ef tækifæri eru til að fækka bílastæðum, á - stærri byggingarreitum eða hverfum. - byggingarreitum með blandaðri landnotkun. - , í nágrenni við góðar almenningssamgöngur”  ,,Kortið sýnir einnig 20 mínútna svæði fyrir hjólandi en miðað er við 16,3 km/klst hjólahraða sem er meðalhraði í Kaupmannahöfn“. Hér er gert ráð fyrir að hröð umferð verði á göngustígunum, en það er algjörlega óraunhæft nema stígar verði teknir algerlega í gegn.  Rangt er að hjólastígar séu góðir og talsvert er í að þeir verði viðunandi. Samanburður við hjólastígakerfið í Kaupmannahöfn á ekki við hér enda það allt annað og betra. Kallað hefur eftir viðgerðum á gangstéttum í hverfinu og var það langalgengasta athugasemdin í þessum málaflokki á íbúafundi í hverfinu. Varasamt er að fækka bílastæðum verulega áður en önnur góð samgöngutækifæri verða til að mati fulltrúa Flokks fólksins. Byrja þarf á réttum enda.