Breiðholt III, Fell, breyting á deiliskipulagi vegna Völvufells, Drafnarfells og Eddufells
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 121
24. nóvember, 2021
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Breiðholts III, Fell vegna Völvufells, Drafnarfells, Eddufells og Yrsufells. Breytingin felst í heimild til niðurrifs á leikskólunum Litla Holti og Stóra Holti, uppbyggingar nýs leikskóla með aðkomu frá göngugötu við Drafnarfell auk Völvufelli, auk uppbyggingar fyrir námsmannaíbúðir og sérbýli á grænum þróunarlóðum. Einnig eru þegar fengnar byggingaheimildir á lóð Drafnarfells 2-18 ofan verslana og uppbyggingarheimildir á lóð Eddufells 2-4 endurskoðaðar, samkvæmt uppdr. Krads ehf dags. 9. júní 2021. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 13. júlí 2020, samgöngumat Mannvits dags 9. júní 2021 og hljóðskýrsla Mannvits dags. 30. apríl 2021. Tillagan var auglýst frá 7. júlí 2021 til og með 31. ágúst 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Guðni Pálsson dags. 12. ágúst 2021 og Veitur dags. 18. ágúst 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. október 2021.
Svar

Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. október 2021.Vísað til borgarráðs.

Bókanir og gagnbókanir
  • Viðreisn, Samfylkingin, Píratar
    Hér er um að ræða deiliskipulag á þróunarsvæði þar sem gert er ráð fyrir nýjum sameinuðum leikskóla, stórbættum útivistarsvæðum, nýjum námsmannaíbúðum og sérbýlishúsum. Við fögnum þessari þéttingu.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Það er löngu tímabært að efla og endurnýja þjónustukjarna við Völvufell, en langt er liðið síðan borgin fjárfesti í húsnæði á þessu svæði án þess að uppbygging hafi átt sér stað. Mikilvægt er að vinna að hugmyndum sem bæta þjónustu við íbúa, en gæta þarf að því að næg bíla- og hjólastæði verði í endanlegum hugmyndum.
  • Flokkur fólksins
    Hér er um nauðsynlega aðgerð að ræða, hverfið þarf að bæta. Margar litlar aðgerðir  mynda að lokum stóra breytingu. Þarna ætt að fara sér hægt en stefna einbeitt að því að bæta hverfið með mörgum þáttum og fjölga íbúum.  Í hverfinu eru ekki friðaðar byggingar og því ekki nauðsynlegt að nýta þær áfram.  Breyting felst m.a. í heimild til niðurrifs á leikskólanum Litla Holti og Stóra Holti auk uppbyggingar nýs leikskóla. Fulltrúi Flokks fólksins vill hvetja skipulagsyfirvöld að hafa gott samráð við alla þá sem tengjast þessari breytingu.