Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Finns Kristinssonar dags. 10. júní 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Hofs á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulags hliðrast um 27 metra til austurs og miðast nú við afmörkun deiliskipulags Vesturlandsvegar, en við það minnkar skipulagssvæðið. Vegtenging við Vesturlandsveg færist inn á nýjan hliðarveg. Hliðarvegurinn mun liggja út frá hringtorgi við Grundarhverfi. Til að bæta öryggi Vesturlandsvegar þarf að fækka vegtengingum og því gerðir hliðarvegir sem tengjast hringtorgum á Vesturlandsvegi. Afmörkun veghelgunarsvæðis færist sem því nemur. Áætluð lega reiðleiðar úr deiliskipulagi Vesturlandsvegar er sett inn í stað áætlaðrar legu úr aðalskipulagi Reykjavíkur. Reiðleið nær fjallinu er samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 29. maí 2020.