Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur, breyting á deiliskipulagi vegna reits e3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 81
9. september, 2020
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn T.ark Arkitekta ehf. dags. 15. júní 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarlækjar-Stekkjarmóa-Djúpadals. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit e3 í suðurátt til að rúma verkstæði og vélageymslu ásamt aukningu á byggingarmagni, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf. dags. 12. júní 2020. 
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Vísað til borgarráðs.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Lögð fram umsókn T.ark Arkitekta ehf. dags. 15. júní 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarlækjar-Stekkjarmóa-Djúpadals. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit e3 í suðurátt til að rúma verkstæði og vélageymslu ásamt aukningu á byggingarmagni. Umsóknin  er um mjög aukið byggingamagn. Áhrif á umhverfis verða talsverð. Tyrfa skal jaðra verkstæðis og vélageymslu með lyngþökum eða sambærilegum þökum í samræmi við núverandi gróður i næsta nágrenni til að hús falli betur inn í landslagið og sé minna sýnilegt frá golfvelli. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að talsvert mikil bjartsýni er að halda því fram að lyngþökur séu lausn á útlits-umhverfisvandamáli. Slíkur gróður þarf mikla umönnun ef hann á að haldast. Varla er hægt að réttlæta mikið byggingamagn með þessum rökum einum.