Reykjavíkurhöfn, Klettasvæði, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 94
3. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurhafnar Klettasvæðis til að koma fyrir allt að 3 smáhýsum (ca. 35 m2 hvert) fyrir skjólstæðinga Velferðarsviðs Reykjavíkur. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri lóð fyrir smáhýsin, á núverandi bílastæði á borgarlandi, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Stiku ehf. dags. 22. júní 2020. Einnig er lögð fram umsögn Faxaflóahafna sf. dags. 2. janúar 2019. Tillagan var auglýst frá 16. september 2020 til og með 28. október 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Eignarhaldsfélagið Sigtún ehf. dags. 22. október 2020 og AX lögmannsþjónusta f.h. Þingvangs ehf. dags. 27. október 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. janúar 2021 þar sem lagt er til að tillagan verði samþykkt óbreytt.
Svar

Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gestir
Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Við fögnum frekari uppbyggingu smáhýsa í borginni til handa þeim einstaklingum sem ekki eiga þak yfir höfuðið.