Barmahlíð 19 og 21, kæra 54/2020, umsögn, úrskurður
Barmahlíð 21 (01.702)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 77
1. júlí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 23. júní 2020 ásamt kæru dags. 15. júní 2020 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um að synja beiðni kæranda um leyfi til þakhækkunar að Barmahlíð 19-21. 
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúa Flokks fólksins finnst kærur allt of margar sem berast skipulagssviði og þess vert að skoða hvort það kunni að vera vegna þess að reglur eru ýmist óljósar eða of stífar.  Fulltrúi Flokks fólksins hefur ekki oft tjáð sig um kærur enda ekki með sömu forsendur og starfsmenn/embættismenn skipulagsins. Til að taka afstöðu þarf að lesa ofan í kjölinn báðar málshliðar auk þess sem mikilvægt er að hafa einhverja smá þekkingu í byggingar- og hönnunarfræðum og mörgu öðru til að geta tekið vitræna afstöðu. Það hefur komið fyrir að fulltrúi Flokks fólksins sér þó alls engin rök fyrir að verið sé að synja fólki um að t.d. stækka glugga eða hækka þök þegar framkvæmdin káfar ekki upp á neinn í nágrenninu. Í þessu tilfelli Barmahlíð 19-21 er ekki hægt að sjá hvaða rök liggja að baki synjun. Hér eru fordæmi fyrir hendi og ekki virðist gætt jafnræði og meðalhófs. Það er von fulltrúa Flokks fólksins að í málum sem ríkur vafi leikur á um að rök teljist sanngjörn og fagleg fái þau aftur skoðun skipulagsyfirvalda og færist jafnvel í aðrar hendur innan borgarkerfisins svo málið fái eins hlutlausa afgreiðslu og hugsast getur.
105 Reykjavík
Landnúmer: 107015 → skrá.is
Hnitnúmer: 10006777