Barmahlíð 19 og 21, kæra 54/2020, umsögn, úrskurður
Barmahlíð 21 (01.702)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 90
2. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 23. júní 2020 ásamt kæru dags. 15. júní 2020 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um að synja beiðni kæranda um leyfi til þakhækkunar að Barmahlíð 19-21. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 24. júlí 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 17. nóvember 2020. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 19. maí 2020 um að synja umsókn um byggingarleyfi fyrir hækkun þaks hússins að Barmahlíð 19-21 í Reykjavík.
105 Reykjavík
Landnúmer: 107015 → skrá.is
Hnitnúmer: 10006777