Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Endurnýjun leyfa til gististaða, breyting á aðalskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 77
1. júlí, 2020
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í júní 2020 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar endurnýjun leyfa til gististaða - eldri leyfi í flokki I. Breytingin nær til kaflans Landnotkun og varðar fyrirvara um túlkun ákvæða um gististaði og afturvirkni settra skipulagsákvæða.
Svar

Samþykkt óveruleg breyting á aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til borgarráðs.

Gestir
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.