Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 26. júní 2020 ásamt kæru dags. 26. júní 2020 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 2. apríl 2020 um breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi vegna lóðarinnar nr. 6-8 við Koparsléttu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 2. júní 2020.
Svar
Pawel Bartoszek víkur af fundi undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Fyrir liggur kæra vegna breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi vegna lóðarinnar nr. 6-8 við Koparsléttu. Í gögnum kærunnar er þess er krafist að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felli úr gildi ákvörðun borgarráðs 2. apríl 2020 um að samþykkja breytinguna. . Í breytingunum felst m.a. að skipulögð er um 5 hektara lóð fyrir Malbikunarstöð Höfða þar sem fyrirtækið hyggst flytja starfsemi sína á Esjumela. Það er mat Flokks fólksins kæra þessi er réttmæt enda hér um að ræða ákvörðun sem hefur neikvæð umhverfis- og sjónræn áhrif og sem mun skerða gæði útivistar fyrir nærliggjandi svæði. Hér er verið að búa til stóra lóð undir malbikunarstöð, sem óhjákvæmilega mun hafa áhrif á umhverfið.