Koparslétta 6-8, kæra 56/2020, umsögn, úrskurður
Koparslétta 6 (34.533)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 78
12. ágúst, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 26. júní 2020 ásamt kæru dags. 26. júní 2020 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 2. apríl 2020 um breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi vegna lóðarinnar nr. 6-8 við Koparsléttu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 2. júní 2020.
Svar

Pawel Bartoszek víkur af fundi undir þessum lið.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fyrir liggur kæra vegna breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi vegna lóðarinnar nr. 6-8 við Koparsléttu. Í gögnum kærunnar er þess er krafist að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felli úr gildi ákvörðun borgarráðs 2. apríl 2020 um að samþykkja breytinguna. . Í breytingunum felst m.a. að skipulögð er um 5 hektara lóð fyrir Malbikunarstöð Höfða þar sem fyrirtækið hyggst flytja starfsemi sína á Esjumela. Það er mat Flokks fólksins kæra þessi er réttmæt enda hér um að ræða ákvörðun sem hefur neikvæð umhverfis- og sjónræn áhrif og sem mun skerða gæði útivistar fyrir nærliggjandi svæði. Hér er verið að búa til stóra lóð undir malbikunarstöð, sem óhjákvæmilega mun hafa áhrif á umhverfið.