Háskóli Íslands, heildarsýn fyrir þróun Háskólasvæðisins og samþætting við Borgarlínu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 121
24. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf rektors Háskóla Íslands, dags. 7. júlí 2020, þar sem óskað er eftir samstarfi við gerð rammaskipulags fyrir Háskóla Íslands. Einnig er lögð fram skýrsla, dags. í nóvember 2021, um samvinnuverkefni Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar um heildarsýn fyrir Háskólasvæðið og samþættingu þess við Borgarlínu.
Svar

Kynnt.

Gestir
Orri Steinarsson frá Jvantspijker & partners tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Háskólasvæðið er fjölsótt svæði af nemendum, kennurum og þeim sem starfa á sviði atvinnulífsins á svæðinu. Kynnt er á fundinum samvinnuverkefni Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar um heildarsýn fyrir háskólasvæðið og samþættingu þess við borgarlínu. Þessar hugmyndir snúast ekkert um Háskóla Íslands heldur einungis um stefnu meirihlutans í að þrengja að fjölskyldubílnum og koma hinni svokölluðu borgarlínu fyrir. Nú eru rúmlega 2.000 bílastæði á þessu svæði. Það er fáránlegt að ekki fáist svör við því hvað áætlað er að fækka stæðum í tillögunum. Eins var ekki heldur hægt að svara því hvað margir sækja háskólasvæðið að meðaltali á dag yfir vetrartímann. Taka á Sæmundargötu úr notkun = loka henni fyrir bílaumferð og gera hana að hjólastíg. Þrengja á að Suðurgötu og breyta henni í borgargötu. Það þýðir einungis eitt – hindrun umferðar í og úr Skerjafirði en samt er áætlað að fjölga íbúum þar fleiri hundruðir. Aðgengi gangandi, hjólandi og þeim sem ferðast með Strætó er til staðar í dag en látið er að svo sé ekki því fjölskyldubíllinn þvælist fyrir. Þvílík dellustjórnmál sem stunduð eru í Reykjavík.
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af því að þrengja á Suðurgötuna. Þarna er nú þegar mikil umferð og á eftir að verða mun meiri með uppbyggingu Skerjafjarðar.