Laugavegur, Bolholt, Skipholt, kæra 61/2020, umsögn, úrskurður
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 91
16. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. júlí 2020 ásamt kæru dags. 14. júlí 2020 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 19. mars 2020 á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir reit sem afmarkast af Laugavegi til norðurs, Bolholti til Suðurs, Skipholti til suðurs og Laugavegi 174 og Skipholt 31. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 17. september 2020 og 10. nóvember 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 1. desember 2020. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 19. mars 2020 um að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir Laugaveg 176-178, Bolholt 4-8 og Skipholt 33-37.