Ármúli 3, breyting á deiliskipulagi
Ármúli 3
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Málsaðilar
Hallur Kristmundsson
Skipulags- og samgönguráð nr. 79
26. ágúst, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn LF2 ehf. dags. 17. júlí 2020, varðandi breytingu á deiliskipulagi Lágmúla, Háaleitisbrautar, Ármúla og Hallarmúla, vegna lóðarinnar nr. 3 við Ármúla. Í breytingunni að heimilt verður að staðsetja stiga á tilgreindum byggingarreitum stiga. Byggingarreitirnir liggja við bygginguna á lóðinni sem liggur við Hallarmúla. Einn reitur vestan megin og annar austan megin, samkvæmt uppdr. Arkþing/Nordic dags. 20. ágúst 2020.
Svar

Samþykkt með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. 

108 Reykjavík
Landnúmer: 103506 → skrá.is
Hnitnúmer: 10006713