Hagasel 23, kæra 65/2020, umsögn, úrskurður
Hagasel
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 80
2. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. júlí 2020 ásamt kæru dags, 18. júlí 2020 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 24. mars 2020 á umsókn um leyfi til að byggja fjölbýlishús undir búsetuúrræði Velferðarsviðs og Félagsbústaða. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 12. ágúst 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 21. ágúst 2020.
Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Í annað sinn eru áætlanir Reykjavíkurborgar við byggingu risahúss á útivistarsvæði nágranna Hagasels 23 dæmdar ólöglegar af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og jafnframt er þetta í annað sinn sem almennir borgarar hafa sigur gagnvart stjórnvaldinu Reykjavíkurborg. Það er mikið fagnaðarefni. Félagsbústaðir eiga það inni hjá Reykjavíkurborg að fundin verði önnur lóð undir starfsemina sem vera á í húsinu. Íbúar hafa marg lýst því yfir að þessi lóð er mikið notuð af íbúum jafnt að sumri sem vetri. Það er með öllu óskiljanlegt að borgin leggi slíka áherslu á að útrýma þessu græna svæði sem er hjartað í hverfinu með rúmlega 600 fermetra byggingu. Ég hvet borgaryfirvöld að falla frá þessum uppbyggingaráformum á þessum stað í stað þess að minnka bygginguna svo hún falli að skipulaginu. Það er borginni ekki sæmandi að vera í stríði við íbúa og þrengingarstefna meirihlutans á ekkert erindi inn í þetta rótgróna hverfi.